Mývetningur - íţrótta- og ungmennafélag

  • Skútustađahreppur
  • 17. júlí 2017

Árið 2002 var haldinn stofnfundur Mývetnings íþrótta- og umennafélags. Áður höfðu Ungmennafélagið Mývetningur og Íþróttafélagið Eilífur kannað hug félagsmanna til sameiningar þeirra. Stofnfundurinn var haldlinn i Skjólbrekku.

Félagið fékk nafnið Mývetningur Íþrótta- og ungmennafélag. Í stjórn félagsins voru kjörin: Jóhanna Harpa Sigurðardóttir formaður, Böðvar Pétursson, Guðrún María Valgeirsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Sólveig Erla Hinriksdóttir og Sigurður Böðvarsson. Tilgangur félagsins er að halda uppi íþróttastarfsemi og annarri heilbrigðri félagsstarfsemi.

Umf. Mývetningur var gamalt og gróið félag, stofnað 1909, en Íf. Eilífur hafði starfað í rúm 30 ár eftir að þéttbýlismyndun varð í Reykjahlíð.

Á aðalfundi 2017 kom fram að skráðir félagar voru 189.

Stjórn 2017:
Kristinn Björn Haraldsson, formaður.
Linda Árnadóttir, gjaldkeri. myvetningur@myvetningur.is
Jón Friðriksson, ritari.
Anna Dagbjört Andrésdóttir, 
Sylvía Ósk Sigurðardóttir
Varamenn: Auður Fillippusdóttir og Valerija Kiskurno
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR