Fuglasafn Sigurgeirs

  • 17. júlí 2017

Fuglasafn Sigurgeirs ses
Ytri-Neslöndum, 660 Mývatn
Sími 464 4477
fuglasafn@fuglasafn.iswww.fuglasafn.is

Fuglasafn Sigurgeirs var opnað 17. ágúst 2008 og er eitt flottasta náttúrugripasafn landsins en þar eru nær allir íslenskir varpfuglar til sýnis.

Fjölskylda Sigurgeirs hefur séð um uppbyggingu safnsins með hjálp fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja og hefði þetta stórvirki aldrei tekist nema með velvilja þessara aðila. Safnið er í glæsilegri byggingu sem Manfreð Vilhjálmsson hannaði, sýningin er vel upp sett af Axel Hallkeli Jóhannessyni og um lýsingu sá Ögmundur Jóhannesson. Fuglahljóðin sá Gunnar Árnason um. Úr safninu er frábært útsýni út á vatnið og fuglana sem þar eru.

Við leggjum metnað okkar í að veita gestum góða þjónustu og leiðsögn um safnið. Veitingar eru á þjóðlegu nótunum svo sem hverabakað rúgbrauð með taðreyktum silungi. Úr veitingasalnum er frábært útsýni út á vatnið og einnig getur verið notalegt að sitja úti og njóta náttúrunnar.

Fuglaskoðun er vaxandi áhugamál almennings og óvíða er jafn góð aðstaða til þess eins og í safninu og nágrenni þess. Við leggjum okkur fram við að fræða fólk hvar best er að skoða fuglana og hvar hægt sé að finna ákveðna fugla. Við leigjum út fuglaskoðunarskýli þar sem hægt er að komast í mikið návígi við fuglana. Fuglaskoðunarkíkirar eru í safninu og er frábært að horfa í þá og fylgjast með fuglinum.

Bjóðum alla skólahópa velkomna í safnið til að fræðast um fuglana. Starfsfólkið getur leiðbeint nemendum í náminu og við verkefni varðandi fuglana. Við erum með margmiðlunarefni til fræðslu um fuglana, fuglaskoðun og náttúruna. Einnig er á boðstólnum efni fyrir skólahópa sem er hægt að nýta til fræðslu í safninu. Svo er hægt að glugga í fuglabækur sem liggja frammi í safninu.

Ýmsir minjagripir eru til sölu hjá okkur og flestir tengjast fuglum eða náttúrunni. Sjón er sögu ríkari.

Rannsóknir gerum við í samstarfi við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn. Við teljum álftir á Neslandavíkinni og fylgjumst með flórgoðavarpi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR