Jólasveinarnir í Dimmuborgum

  • 17. júlí 2017

Jólasveinarnir í Dimmuborgum
Umsjón: Mývatnsstofa. www.myvatnsstofa.isinfo@myvatnsstofa.is

Allt frá upphafi hafa þau Grýla og Leppalúði búið í Lúdentsborgum  og hafa þau alið af sér 13 jólasveina. Þegar jólasveinarnir fóru að vaxa úr grasi fannst Grýlu og Leppalúða vera farið að þrengjast um sig í sínum vistaverum og strákana var farið að langa að vera út af fyrir sig. Var því ákveðið að fara í landvinning og finna nýtt heimili fyrir afkvæmin. Leitað var út um allan heim, farið til Finnlands, Grænlands og víðar. En þegar allt kom til alls þá var best að vera í nágrenni við mömmu og pabba, Dimmuborgir var tilvalinn staður til að setjast að í.

Frá þeirri stundu hafa jólasveinarnir búið í Dimmuborgum og liðið mjög vel með útsýni yfir hina fögru Mývatnssveit. Í fyrstu voru jólasveinarnir miklir ærslabelgir og stunduðu það að gera prakkarastrik um sveitir landsins en í seinni tíð hafa þeir róast og eru í dag bestu vinir barnanna.

Jólasveinarnir hafa tekið upp þann sið að taka á móti börnum á öllum aldri á aðventunni í Dimmuborgum. Gera þeir það þannig að á ákveðnum tíma eru þeir við hellismunnan sinn og heilsa upp á börnin við stólinn sinn inni á Hallarflöt.

12. desember fara þeir svo að koma til byggða, einn af öðrum og færa góðum börnum gjafir í skóinn. En þeim sem hafa ekki verið góð færa þeir stóra kartöflu.

Fyrstu þeirra er Stekkjastaur, stirðbusalegur og stór karl. Hann er þeirra elstur og tekur mesta ábyrgð á hinum pörupiltunum. Stekkjastaur tekur öllu mjög alvarlega og er önugur þegar gert er grín að honum.

Næstur kemur Giljagaur sem er þeirra stærstur og sterkastur. Giljagaur er mjög feiminn við fullorðið fólk en fer allur á ið þegar hann hittir börn. Þegar hann kemur til byggða laumast hann niður gilin og fer eftir lækjum svo enginn sjái hann.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR