Snjómokstur

 • Skútustađahreppur
 • 27. apríl 2017

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi þann 13. febrúar 2019 eftirfarandi reglur um snjómokstur í Skútustaðahreppi.

Vegagerðin sér um mokstur á eftirtöldum vegum:

Mokað er alla daga á:

 • Þjóðvegur 1 (norðan vatns)
 • Frá vegamótum Þjóðavegar 1 að Reykjahlíð (sunnan vatns)

Mokað er þrisvar í viku að jafnaði á eftirtöldum leiðum:

 • Grímstaðaafleggjari að ristahliði
 • Baldursheimsvegur
 • Gautlandaafleggjari
 • Grænavatnsafleggjari

Reykjahlíð:

 • Snjómokstur á götum í Reykjahlíð er í höndum Jóns Inga Hinrikssonar ehf. samkvæmt samningi. Ekki er um fasta snjómokstursdaga að ræða heldur er mokað eftir þörfum. Miðað er við að stofngötur séu orðnar færar kl 08:00. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að fella niður snjómokstur ef veður eða veðurútlit er með þeim hætti. Íbúar greiða sjálfir kostnað vegna hreinsunar á bílaplönum.
 • Sveitarfélagið sér um mokstur á gangbrautum og bílastæði við stofnanir sveitarfélagsins.
 • Sveitarfélagið sér ekki um mokstur á heimkeyrslum að fyrirtækjum eða íbúðarhúsum í Reykjahlíð, gildir það einnig um heimkeyrslur að lögbýlum sem eru innan Reykjahlíðar.
   

Mokstur heimreiða:

 • Mokað er eftir þörfum. Sveitarfélagið greiðir fyrir mokstur á heimreiðum að hámarki þrisvar í viku að jafnaði. Óski ábúendur eftir  mokstri umfram það bera þeir sjálfir þann kostnað.
 • Verktakar meta aðstæður og haga mokstri þannig að hagfelldast sé hverju sinni í samráði við ábúendur.
 • Mokuð skal öll breidd vegar heim að bílastæðum og útihúsum.  Ábúendur greiða sjálfir kostnað vegna snjómoksturs á heimaplönum, bæjarhlöðum og bílastæðum.
 • Einungis eru mokaðar heimreiðar að bæjum þar sem er föst búseta og viðkomandi íbúar með skráð lögheimili.
 • Sveitarfélagið annast ekki mokstur heimreiða að sumarhúsum, óháð því hvort þar er skráð lögheimili eða ekki. Sveitarfélagið greiðir ekki snjómokstur eða hálkuvarnir inni á sumarhúsasvæðum.

Eftirtaldir aðilar stunda snjómokstur á heimreiðum í sveitarfélaginu (skráð 5.2.2019):

Jón Ingi Hinriksson ehf.                  Reykjahlíð-Vogar

Félagsbúið Ytri                                Neslöndum Ytri Neslönd

Félagsbúið Stöng                            Stangarafleggjari

Hjallhóll ehf.                                    Álftagerði (að nr. 1, 3 og 4), Álftabára, Skútustaðir 1, 2, 2b,  Tjarnarbrekku, Skútustaðakirkju og kirkjuhlað, Skjólbrekka/bókasafn, Dagmálaborg, Garður 1, 2 og 3, Grænavatn 1, 3 og 4, Kálfaströnd 1 og 2 og Geiteyjarströnd 1, 1a og 2.

Birgir Hauksson                              Grímstaðir, Vindbelgur, Hella, gámasvæði

Félagsbúið Gautlöndum                  Gautlönd 3, Arnarvatn 1, 3 og 4, Helluval 1 og 2, Nónbjarg, Vagnbrekka

Eyþór Pétursson                              Baldursheimsafleggjarar-Heiðarafleggjari, Litlaströnd, Heiði

 

Sveitarfélagið greiðir ekki kostnað vegna snjómoksturs sem til hefur verið stofnað án samþykkis, nema ef beiðni um mokstur kemur frá lögreglu, slökkviliði, læknum eða sjúkraflutningsmönnum vegna neyðartilvika. Ofantöldum er heimilt að kalla út tæki án samþykkis sveitarfélagsins.

 

Tengiliður:

Tengliður sveitarfélagsins vegna snjómoksturs og hálkuvarna er Lárus Björnsson í síma 8624163 eða á netfangið larus@skutustadahreppur.is

Hafa ber í huga að þessar reglur eru settar til viðmiðunar og ber að líta á þær sem slíkar. Getur tíðarfar og snjóþyngsli raskað áformum um mokstur. Hvorki Vegagerðin né Skútustaðahreppur bera ábyrgð á tjóni sem kann að verða, takist ekki að framfylgja viðmiðunarreglunum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR