Sorpmál

  • Skútustađahreppur
  • 3. apríl 2017

Gámaþjónusta Norðurlands sér um sorphirðu í Skútustaðahreppi.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Skútustaðahrepps, sími 464 4163, eða á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is

Sorphirðudagatal 2020
Sorphirðudagatal 2019
Bæklingur fyrir flokkun á rusli í Skútustaðahreppi
 

Sorpílát við hvert heimili
Gámaþjónusta Norðurlands sér um sorphirðu við heimili í Skútustaðahreppi. Hvert heimili fær þrjú sorpílát til flokkunar sem Gámaþjónustan losar með reglubundnum hætti. 

Gámavöllur í landi Grímsstaða
Á gámavellinum er starfsmaður sem tekur á móti fólki og metur farma sem komið er með. Völlurinn er opinn öllum sem þangað leita. íbúar sveitarfélagsins og sumarbústaðareigendur fá klippikort sem skoðast sem aðgöngumiði að gámavelli. Rekstraraðilar geta komið á gámavöllinn og greiða fyrir losun á sorpi eftir gjaldskrá um sorphirðu í Skútustaðahrepi sem samþykkt er af sveitarstjórn.

Opnunartími gámavallar
Miðvikudagar kl. 15:00-16:00
Laugardaga kl. 10:00-12:00

Klippikort
Allir greiðendur sorphirðugjalda, heimili og sumarbústaðir, geta nálgast klippikort á opnunartíma á skrifstofu sveitarfélagsins. Með sorphirðugjöldunum fylgir eitt klippikort á ári. Ef kortið klárast er hægt að kaupa nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins samkvæmt samþykktri gjaldskrá. Eitt klipp á klippikortinu er 0,25 rúmmetrar, heildar rúmmetra fjöldi á hverju korti eru 4 rúmmetrar. Einungis er tekið klipp af förmum sem eru gjaldskyldir. Rekstraraðilar fá ekki klippikort en þeir geta losað á gámavelli og er þá rukkað fyrir í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins.

Gjaldskyldur úrgangur og endurvinnslu úrgangur
Nánari upplýsingar um hvað flokkast sem gjaldskyldur úrgangur og endurvinnslu úrgangur má sjá hér.

Allur úrgangur sem fellur undir gjaldskylt þurfa rekstraraðilar að greiða fyrir á gámavelli og heimili þurfa að sýna klippikort sem starfsmaður klippir af í samræmi við rúmmál farms. Úrgangur sem fellur undir endurvinnslu flokkinn þarf ekki að greiða fyrir og ekki er tekið klipp af klippikortum. Steinefni og garðaúrgangur er losaður án endurgjalds á gámavelli.

Mikilvægt er að allir sem koma með farma á gámavöll séu búnir að forflokka og rúmmálsminnka farminn eins og kostur er.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR