Íţróttamiđstöđ

  • 3. apríl 2017

Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps
Hlíðavegi 6, 660 Mývatn
Sími 464 4225
ims@skutustadahreppur.is

Í íþróttamiðstöðinni er íþróttasalur og líkamsræktarsalur og aðstaða til barnapössunar. Boðið er upp á blaktíma fyrir börn og fullorðan, fótbolta, zumba og fleira.
 

Opnunartímar:
Vetraropnun:
Mánudaga- fimmtudaga: 16.00 - 20.00
Laugardaga: 10.00 - 16.00
Fólki er velkomið að mæta í ræktina á skólatíma eða svo lengi sem einhver starfsmaður er í húsinu.
Sumaropnun:
Alla daga vikunnar frá kl. 8.30 - 20.30

Líkamsræktarsalur:

Líkamsræktarsalur er í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar. Hann var stækkaður í ársbyrjun 2017 og mikið bætt við af nýjum tækjum. Salurinn er vel tækjum búinn og með gott teygjurými.

Íþróttasalur:

Salurinn er nýttur við íþróttakennslu í Grunnskóla Skútustaðahrepps en er einnig leigður út til hópa. Í salnum er hægt að leggja stund á flestar hefðbundnar innanhúsíþróttir, s.s. fótbolta, körfubolta, blak og badminton.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR