Laus störf

  • 30. mars 2017

Eftirfarandi störf eru á lausu í Skútustaðahreppi.

Eyðublöð er hægt að nálgast hér.

 

Starfsfólk óskast á leikskólann Yl

Leikskólakennari eða aðili með sambærilega menntun óskast við leikskólann Yl í Mývatnssveit hið fyrsta. Um er að ræða 100% stöðu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf leikskólakennara eða menntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
  • Góð færni í samvinnu, samskiptum og teymisvinnu
  • Áhugi á starfi með börnum skylirði
  • Áhugi á starfsþróun og nýjum fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
  • Jákvæðni og sveigjanleiki

Einnig vantar afleysingu í 100% stöðu strax. Menntun kostur en ekki skylda.

Leikskólinn Ylur er með 32 börn. Stefna leikskólans er Lífsleikni sem byggir á dygðakennslu. Verið er að hefja innleiðingu á Heilsueflandi leikskóla, Jákvæðum aga og Karellen leikskólakerfinu svo eitthvað sé nefnt. Mikil uppbygging í gangi og skemmtileg verkefni framundan.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri í síma 821 9404. Upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu Skútustaðahrepps. Skila þarf umsóknum ásamt ferilskrá á skrifstofu Skútustaðahrepps eða senda á netfangið ingibjorg@skutustadahreppur.is

Staða umsjónarkennara í 100% starf á yngsta stigi og staða íþróttakennara í 50% starf vantar við Reykjahlíðarskóla frá 1. ágúst 2018.

 

Grunnskólakennarar óskast við Reykjahlíðarskóla

Menntunar- og hæfnikröfur:

• Leyfisbréf grunnskólakennara
• Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
• Mjög góð færni í samvinnu, samskiptum og teymisvinnu
• Áhugi á starfi með börnum
• Áhugi á starfsþróun og nýjum fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
• Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki Skólinn er að innleiða Heilsueflandi grunnskóla, Jákvæðan aga og flaggar Grænfánanum fyrir umhverfisstefnu. Reykjahlíðarskóli er heildstæður skóli með um 35 nemendur.

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og og viðkomandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar gefur Sólveig Jónsdóttir skólastjóri í síma 464 4375.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist rafrænt á netfangið solveig@reykjahlidarskoli.is

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2018 (athugið framlengdur umsóknarfrestur).

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR