Laus störf

  • Reykjahlíđarskóli
  • 30. mars 2017

Eftirfarandi störf eru á lausu í Skútustaðahreppi:

Heimaþjónusta - Hlutastarf

Skútustaðahreppur leitar að starfskrafti í hlutastarf til að sinna heimilishjálp í Mývatnssveit.  

Um er að ræða eitt heimili, einu sinni í viku og er vinnutími eftir samkomulagi.

Laun eru greidd skv. samningum Framsýnar og Launanefndar sveitarfélaga.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skútstaðahrepps í síma 464-4163.  

Umsóknir skulu berast á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðarvegi 6 660 Mývatn eða á netfangið alma@skutustadahreppur.is 

 

Eyðublöð er hægt að nálgast hér.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir