Niđurstöđur úr vímuefnakönnun

 • Skólafréttir
 • 27. nóvember 2020

Stýrihópur Reykjahlíðarskóla í Heilsueflandi grunnskóla ákvað í haust að þema vetrarins yrði lífsleikni. Í þessu þema er farið yfir nokkur atriði t.d forvarnarfræðslu gegn áfengi, rafrettum, sígarettum og öðrum nikótínvörum og fíkniefnum. Þegar stýrihópurinn fór yfir gátlistana sem tilheyra þema vetrarins þá kom í ljós að skólinn þyrfti að gera betur og í framhaldinu gerðum við könnun um vímuefnaneyslu. Við ákváðum að spyrja nemendur í 6.-10. bekk og foreldra þeirra og starfsfólk. Einnig bættum við koffínneyslu inn í þessa könnun.

 

Spurningarnar í nemendakönnuninni sneru að mestu um hvort nemendur hafi prófað þessi vímuefni og hve oft. Einnig var spurt hvort forvarnafræðsla í skólanum væri næg og hvaðan þau vildu fá fræðsluna. 

Í foreldrakönnuninni voru foreldrar spurðir hvort þeir teldu að barnið sitt hefði prófað þessi vímuefni og koffín og þá hversu oft. Þeir voru líka spurðir hver væri skoðun þeirra á vímuefnanotkun ungmenna og hver viðbörgð þeirra yrðu ef þau yrðu uppvís að því að barnið þeirra hefði neytt vímuefna.  Einnig hvort þeir teldu að forvarnarfærðsla í skólanum væri næg og  hvaðan þeir vildu að fræðslan kæmi. 

Í starfsmannakönnuninni var spurt hvort starfsmenn hefðu prófað eitthvað af þessum vímuefnum og hvort þeir teldu að nemendur væru að nota eitthvað af þessum vímuefnum. Einnig voru þeir spurðir útí forvarnarfræðslu í skólanum og hvaðan fræðslan ætti að koma.  

 

Spurningarnar voru sendar með tölvupósti til nemenda í 6. -10. bekk, foreldra nemenda í 6. - 10. bekk og starfsfólks og segja má að niðurstöðurnar hafi verið nokkuð afgerandi. 

Mikill meirihluti nemenda hefur aldrei prófað rafrettur, munntóbak/nikótínpúða, neftóbak og fíkniefni eða 80% eða meira, eftir flokkum. Hins vegar voru mun færri sem sögðust aldrei hafa prófað áfengi eða bara 45%, 40% sögðust hafa prófað áfengi 1-2 sinnum og 15% oftar. Þegar spurt var um koffíndrykkina kom í ljós að 35% hafa aldrei drukkið koffíndrykki/orkudrykki og 10% sem drekka þá oftar en 2x í viku.

Nemendur voru einnig spurðir hversu auðvelt það væri fyrir þá að nálgast þessi efni og það kom í ljós að áfengi væri það sem auðveldast væri að nálgast eða eins og einn nemandi sagði þetta er bara inni í skáp heima. Einnig voru nokkrir sem töldu að það væri auðvelt að nálgast rafrettur og munntóbak/nikótínpúða. 

Nemendur voru spurðir hvort þeir hefðu fengið fræðslu um skaðsemi vímuefna, 65% sögðu nei og einungis 35% sögðu já. Þegar nemendur voru spurðir hvaðan þeir vildu fá fræðsluna svöruðu 45% að þeir vildu fá fræðsluna foreldrum/forráðamönnum, 35% frá kennara og 50% vildu fá utanaðkomandi aðila. Hér gátu nemendur valið fleiri en einn valmöguleika. 

 

Niðurstöðurnar úr foreldrakönnuninni eru í raun ekki marktækar þar sem einungis 14 af 32 svöruðu en það má samt skynja ákveðna samsvörun við niðurstöðurnar úr nemandakönnuninni. Foreldrar voru t.d. spurðir hvort þeir teldu að barnið sitt væri að nota eitthvað af þessum vímuefnum og þau atriði sem foreldrar töldu helst voru áfengi og koffín. Foreldrar voru líka beðnir um segja frá viðhorfi sínu til neyslu ungmenna (11-18 ára) á vímuefnum og þeir voru flest algerlega á móti öllum þessum vímuefnum og koffíni en þó voru nokkrir sem töldu að áfengi og koffíndrykkir/orkudrykkir væru í lagi í hófi. Þegar spurt var hvort  foreldrar teldu að nægileg forvarnarfræðsla væri í skólanum var einungis eitt foreldri sem taldi að hún væri nægjanleg. Tæp 43% töldu að fræðslan væri ekki nægjanlega og 50% sögðust ekki vita það. Foreldrar voru líka spurðir hvaðan fræðslan ætti að koma og töldu þeir að foreldrar/forráðamenn, kennarar eða utan að komandi aðili á vegum skólans ættu að sjá um hana. 

 

Niðurstöður úr  starfsmannakönnuninni voru í samræmi við niðurstöðurnar í nemenda- og foreldrakönnununum. Starfsmenn voru beðnir að segja hvað þeir teldu um vímuefnanotkun nemenda og í heildina töldu starfsmenn að nemendur væru ekki að nota þessi vímuefni, þó töldu sumir að einhverjir hefðu prófða áfengi og líka koffíndrykki/orkudrykki sem er í samræmi við hinar kannanirnar. Starfsfólk var líka spurt hvort það teldi að fræðslan væri nægileg í skólanum, enginn sagði já en 60% sögðu nei og 40% töldu sig ekki vita það. Starfsmenn töldu að nemendur ættu að fá fræðsluna frá foreldum/forráðamönnum, kennurum og utanaðkomandi aðila á vegum skólans. 

 

Ef við drögum svo saman þessar niðurstöður þá teljum við að í skólanum okkur þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af vímuefnaneyslu nemenda en það er samt greinilegt að við þurfum að gera betur hvað varðar forvarnarfræðslu og það eru eitthvað sem við getum svo sannarlega bætt úr núna strax. Við hvetjum foreldra til að ræða þetta líka við börn sín heima. Við í heilsueflandi munum svo leggja höfuð í bleyti og reyna að finna góða utanaðkomandi fræðslu sem vert væri að koma með inn í nemendahópinn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Skólafréttir / 15. maí 2020

Unicef hlaupiđ

Skólafréttir / 8. maí 2020

Íţróttakennari óskast

Skólafréttir / 24. febrúar 2020

Skólaskákmót í Reykjahlíđarskóla

Skólafréttir / 5. febrúar 2020

Skyndihjálparnámskeiđ í Reykjahlíđarskóla

Skólafréttir / 23. maí 2019

Unicef hlaupiđ

Skólafréttir / 10. maí 2019

Vortónleikar Tónlistarskóla Mývatnssveitar

Skólafréttir / 8. apríl 2019

Skíđaferđ á morgun ţriđjudag 9. apríl

Skólafréttir / 20. desember 2018

Jólakveđja

Skólafréttir / 3. desember 2018

Kveikt á jólatrénu viđ skólana

Skólafréttir / 20. ágúst 2018

Reykjahlíđarskóli settur á mánudaginn

Skólafréttir / 20. júní 2018

Ćrslabelgurinn slćr í gegn

Skólafréttir / 4. júní 2018

Skólaliđar viđ Reykjahlíđarskóla

Skólafréttir / 16. mars 2018

Skákmót í Reykjahlíđarskóla

Nýjustu fréttir

Skólalok

 • Skólafréttir
 • 29. maí 2020

1. bekkur fékk hjálma ađ gjöf frá Kiwanis

 • Skólafréttir
 • 12. maí 2020

Grímuball og öskudagur 2020

 • Skólafréttir
 • 28. febrúar 2020

Reykjahlíđarskóli tekur ţátt í Lífshlaupinu

 • Skólafréttir
 • 7. febrúar 2020

Nemendaţing

 • Skólafréttir
 • 23. janúar 2020

Sundkennslan

 • Skólafréttir
 • 8. apríl 2019

Bókastund mánudaginn 10. des í Skjólbrekku

 • Skólafréttir
 • 6. desember 2018

Sögustund međ nemendum

 • Skólafréttir
 • 19. september 2018

Áfram ókeypis skólanámsgögn og frístund

 • Skólafréttir
 • 14. ágúst 2018