Nemendafélag

 • Reykjahlíđarskóli
 • 29. nóvember 2019

Við Reykjahlíðarskóla er starfandi nemendafélag sem skólastjóri er ábyrgur fyrir. Nemendaráð er kosið að hverju hausti og samanstendur af sex nemendum í 6.-10.bekk. Hver bekkur hefur einn fulltrúa og einn varafulltrúa nema það eru tveir fulltrúar úr 10. bekk og er annar þeirra formaður nemendafélagsins. Einnig er starfrækt sjoppuráð sem í sitja tveir nemendur. Sjoppustjóri er nemandi í 10. bekk og með honum er nemandi úr 9. bekk sem að ári verður sjoppustjóri. 

Nemendaráð 2020 - 2021

10. bekkur - Margrét og Katla
9. bekkur - Júlía
8. bekkur - Halldór
7. bekkur - Ísak
6. bekkur - Benedikt
Arnheiður Rán og Hulda María hafa umsjón með nemendafélaginu og félagsstarfinu. 

Sjoppustjórar - Margrét og Óðinn


Starfsreglur Nemendafélags Reykjahlíðarskóla:
Gr. 1
Um félagið
Nemendafélag Reykjahlíðarskóla er félag nemenda í Reykjahlíðarskóla.
 
Gr. 2
Tilgangur og markmið
Tilgangur félagsins er að vinna að félags-, hagsmuna og velferðarmálum nemenda í Reykjahlíðarskóla og halda uppi fjölbreyttu og reglubundnu félagsstarfi fyrir 6. – 10. bekk.
 
Gr. 3
Kosning Nemendaráðs
Kjósa skal fulltrúa í stjórn nemendafélagsins (stjórnin er hér eftir nefnd nemendaráð) að hausti. Valdir eru sex fulltrúar, tveir fulltrúar úr 10. bekk og einn fulltrúi úr 6., 7., 8. og 9. bekk. Varamenn, einn fyrir hvern bekk. Valið er í ráðið þannig að allir nemendur bekkjanna sitji í nemendaráði að minnsta kosti eitt tímabil. 
 
Gr. 4
Verkaskipting Nemendaráðs
Nemendaráð skiptir með sér verkum og velur formann á fyrsta stjórnarfundi. Formaðurinn skal vera úr 10. bekk. 
 
Gr. 5
Starfsemi Nemendaráðs
Nemendaráð fundar regulega með umsjónarmanni og einnig með skólastjóra ef þörf er á eða hann óskar eftir fundi með Nemendaráðinu. Starfstími Nemendaráðs er frá kosningum að hausti fram að skólaslitum um vor.
Fulltrúar í Nemendaráði skulu vera öðrum nemendum skólans jákvæð og uppbyggileg fyrirmynd, jafnt innan skóla sem utan. Nemendaráð skal leita eftir samvinnu og samstarfi við önnur nemendafélög í nágrenni Skútustaðahrepps.
Passa þarf upp á að bjóða upp á fjölbreytta viðburði og viðfangsefni þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi.
Nemendaráð fylgist með því að félagslíf nemenda skerðist ekki á einn eða annan hátt. Ráðið hlustar eftir öllum hugmyndum og gagnrýni félagsmanna hvað varðar málefni félagsstarfs og skóla.
 
Gr. 6
Aðkoma að Skólaráði
Nemendaráð fundar árlega með Skólaráði Reykjahlíðarskóla. Skólastjórnendur geta leitað eftir umsögn ráðsins um hin ýmsu málefni. 
 
Gr. 7
Viðburðir og verkefni
Helstu atburðir og verkefni sem nemendaráð kemur að með skipulagningu, undirbúningi, markaðssetningu og framkvæmd eru eftirfarandi:
•    Opin hús í skólanum fyrir 6.-10. bekk.
•    Mývómót fyrir 7. – 10. bekk þar sem nemendum Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla er      boðið.
•    Sjá um sjoppu á jólabingói og páskabingói Mývetnings.
•    Tiltekt og frágangur eftir viðburði ásamt öðrum þátttakendum í starfinu
•    Önnur verkefni sem Nemendaráð hefur ákveðið að standa fyrir.
  
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Skólalok

 • Skólafréttir
 • 29. maí 2020

Unicef hlaupiđ

 • Skólafréttir
 • 15. maí 2020

1. bekkur fékk hjálma ađ gjöf frá Kiwanis

 • Skólafréttir
 • 12. maí 2020

Íţróttakennari óskast

 • Skólafréttir
 • 8. maí 2020

Grímuball og öskudagur 2020

 • Skólafréttir
 • 28. febrúar 2020

Skólaskákmót í Reykjahlíđarskóla

 • Skólafréttir
 • 24. febrúar 2020

Reykjahlíđarskóli tekur ţátt í Lífshlaupinu

 • Skólafréttir
 • 7. febrúar 2020

Skyndihjálparnámskeiđ í Reykjahlíđarskóla

 • Skólafréttir
 • 5. febrúar 2020

Nemendaţing

 • Skólafréttir
 • 23. janúar 2020

Unicef hlaupiđ

 • Skólafréttir
 • 23. maí 2019