Innra mat á árangri og gćđum skólans

  • Reykjahlíđarskóli
  • 20. ágúst 2018

Mat á skólastarfi

Innra mat
Grunnskólalög kveða á um að hver grunnskóli meti með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Grundvallaratriði í innra mati er að það stuðli að umbótum sem bæta skólastarfið og efli skólaþróun. Rannsóknir hafa leitt í ljós að innra mat er lykilatriði í umbótastarfi skóla.

Innra mat Reykjahlíðarskóla er fagleg ígrundun og greining á gögnum um starfið í Reykjahlíðarskóla þar sem mat er lagt á hversu vel tekst að ná þeim gæðum og þeim árangri sem stefnt er að út frá fyrirfram ákveðnum viðmiðum. Skólar hafa val um aðferðir við mat á innra starfi skólans. Í Reykjahlíðarskóla er unnið eftir ákveðnum römmum um sjálfsmat sem byggja á gæðaviðmiðum Mennta- og menningarmálastofnunar og sett eru fram í bæklingnum Viðmið um gæði í skólastarfi fyrir ytra mat á grunnskólum (útg. 2018).

Innra mat Reykjahlíðarskóla er í sífelldri þróun og samofið skólastarfinu út frá áhersluþáttum sem Aðalnámsskrá grunnskóla, skólastefna Skútustaðahrepps og skólanámskrá Reykjahlíðarskóla kveða á um. 

Skólastjóri Reykjahlíðarskóla er ábyrgur fyrir að innra mat sé viðhaft í skólanum. Innra mati er stjórnað af matsteymi sem er teymi úr starfsmannahópi skólans ásamt skólaráði en allir starfsmenn, foreldrar og nemendur eiga þátt í innra matinu. Starfsfólk, nemendur og foreldrar hafa sitt að segja um matið í gegnum starfsmannafundi, kennarafundi, nemendafundi og skólaráð. Leitað er til allra hópa þegar gagna er aflað og leitast er við að afla gagna með fjölbreyttum aðferðum s.s. vettvangsathugunum, rýnihópum, námsmati og líðan- og viðhorfskönnunum þar sem leitað er eftir skoðunum og reynslu nemenda, foreldra og starfsfólks á ákveðnum þáttum.

Langtímaáætlun innra mats er gerð til fimm ára þar sem tilteknir eru matsþættir fyrir hvert skólaár. Á hverju hausti er lögð fram í starfsáætlun nákvæm áætlun um innra mat skólaársins. Skýrsla um innra mat og umbótaáætlun eru unnar í kjölfar innra mats í lok hvers skólaárs og birtar á heimasíðu skólans. Í umbótaáætlun eru tilgreindar aðgerðir fyrir hvern umbótaþátt og markmið umbótanna. Tímasetning umbótanna er ákveðin og hver er ábyrgur fyrir framkvæmdinni. Starfsþróun kennara er hluti af umbótum og þess gætt að samræmi sé milli umbótaáætlunar og starfsþróunaráætlunar.

Ytra mat
Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. Sveitarfélög skulu fylgja eftir innra mati og ytra mati þannig að slíkt mat leiði til umbóta í skólastarfi. Ráðuneyti eða Menntamálastofnun í umboði þess annast greiningu og miðlun upplýsinga frá sveitarfélögum og með sjálfstæðri gagnaöflun. Ytra mat á starfi Reykjahlíðarskóla fór síðast fram snemma árs 2019.
 

Áætlun um innra mat 2020-2021: Stjórnun og fagleg forysta

Tímalína 2019-2021

Umbótaráætlun 2020-2021

Starfsþróunaráætlun 2020 - 2023

 

Innra mat - viðmið

Innra mat - langtímaáætlun

Innra mat - umbótaáætlun maí 2020

 

Sjálfsmatsskýrslur Reykjahlíðarskóla

Skýrsla 2019 - 2020

Skýrsla 2017 - 2018

Skýrsla 2016 - 2017

Skýrsla 2015 - 2016

Skýrsla 2014 - 2015

Skýrsla 2013 - 2014

Skýrsla 2012 - 2013

Skýrsla 2011 - 2012

Skýrsla 2010 - 2011

Skýrsla 2009 - 2010

Skýrsla 2008 - 2009


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR