Líkt og fyrir síðasta skólaár mun sveitarfélagið Skútustaðahreppur veita öllum grunnskólanemendum ókeypis námsgögn fyrir næsta skólaár. Þetta var samþykkt af sveitarstjórn Skútstaðahrepps í fyrrahaust við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár. Því verða engir innkaupalistar gefnir út á þessu hausti og munu nemendur fá þau skólagögn sem þeir þurfa þegar þeir mæta til starfa 27. ágúst n.k. Nemendur þurfa því eingöngu að taka með sér skólatöskuna og pennaveski fyrsta skóladaginn.
Þá er rétt að taka fram að frístundsastarf í Reykjahlíðarskóla, fyrir 1.-6. bekk, verður með svipuðum hætti á næsta skólaári enda tókst það vel síðasta vetur og tekur skóla. Þessi þjónusta mun verða gjaldfrjáls og skólastjóri mun stýra verkefninu. Starfsfólk á vegum grunnskólans heldur utan frístundastarfið, m.a. í samstarfi við Mývetning. Skrá þarf börnin í frístundastarfið til þess að geta skipulagt starfsmannahald. Athugið að þetta er áfram þróunarverkefni sem endurskoðað verður reglulega.